top of page

Um Handbolta

Handbolti eða Handknattleikur nefnist “team handball” á ensku og hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu síðustu áratugi. Handbolti er hópíþrótt, þar sem 14 leikmenn eru inná vellinum þannig 7 í hverju liði, 6 útileikmenn og 1 markmaður. Útileikmenn mega ekki taka fleiri en þrjú skref án þess að drippla boltanum og mega ekki halda boltanum án þess að senda eða skjóta í meira en þrjár sekúndur, handboltaleikur er 60 mínútna langur og er skipt í tvo hluta 2x30 og með tíu mínútna pásu á milli, þetta kallast hálfleikur. Í liðinu eru 2 hornamenn, 2 skyttur, 1 línumaður, 1 miðjumaður og 1 markmaður.

Handbolti er mjög hraður og það eru skoruð mörg mörk, að meðaltali eitt mark á mínútu.

 Handboltinn þá var mjög "brútal" eins og við myndum segja, reglurnar voru miklu öðru vísi heldur en er í dag og handbolti hefur þróast mjög mikið og margir spila um allan heim sem sagt yfir 27 milljóna manna. 

Handboltinn er spilaður um allann heim og er mest spilaður í Þýskalandi(Bundesliga), Frakklandi(Ligue Nationale de Handball), Spáni(Liga ASOBAL) og Íslandi(Olís deildinn)

 

SAGA

Handbolti er boltaíþrótt sem var fundin upp af dönskum kennara Holger Louis Nielsen í lok 19. aldar. Holger Louis Nielsen skrifaði handbolta reglurnar árið 1898 og voru birtar 1906. Rasmus Nicolai, einnig danskur kennari, gerði svipaða reglur árið 1897.

Fyrsti landsleikurinn í handbolta fór fram 3. september 1925 á milli Þjóðverja og Austurríkismanna (úrslit urðu 6:3). 

Handbolti var kynntur á Ólympíuleikunum strax árið 1936. Þá var spilað utandyra og með 11 útileikmenn í hverju liði. 

bottom of page