top of page

Saga fótboltans á Íslandi

Knattspyrna kom fyrst til Íslands árið 1895. Íþróttin kom til landsins þegar skoskur prentari sem hét James B. Ferguson kom til landsins og gisti hér á landi í eitt ár. Á meðan hann var hér á landi kenndi hann fimleika og fótknattleik eins og knattspyrna var kölluð þá. Eftir að Ferguson fór frá landi tóku aðrir við kyndlinum og þá fór boltinn að rúlla fyrir alvöru.

Fjórum árum eftir að Ferguson kom til landsins var fyrsta Fótboltaliðið stofnað á Íslandi og var það kallað fótboltafélag Reykjavíkur og seinna breyttist það í knattspyrnufélag Reykjavíkur og stuttu eftir byrjuðu fleiri lið að myndast á Íslandi.

bottom of page